We are pleased to announce AIG’s two new entities in the European region, American International Group UK Limited (AIG UK) in London and AIG Europe S.A. (AESA), based in Luxembourg, became operational on 1 December 2018. The restructure was undertaken through a transfer of insurance business from AIG Europe Limited (AEL) to AIG UK and AESA, and a cross border merger of AEL into AESA, and was approved by the High Court of England and Wales on the 25 October 2018.  

The two-entity structure allows us to meet the needs of our clients and guarantees contract certainty for AEL policyholders after the UK leaves the European Union.

This website was established prior to the transfer in order to provide the details of the legal restructuring that completed on 1 December 2018.  You will continue to find useful information and links below regarding the restructuring. 

Please click here for information on AIG’s Business Servicing Model

Brexit upplýsingar

AIG starfar í Evrópu í gegnum einn lögaðila: AIG Europe Limited (AEL), breskt tryggingafélag með útibú um alla Evrópu. Við erum að endurskipuleggja AEL sem viðbrögð við ákvörðun Bretlands um að yfirgefa Evrópusambandið (einnig þekkt sem „Brexit“). Með endurskipulagningunni viljum tryggja að við getum haldið áfram að þjónusta vátryggingartaka í Bretlandi og í allri Evrópu eftir Brexit.

Á þessum blaðsíðum munt þú finna:

Forsaga

  • Í mars 2017 lýstum við yfir endanlegri ákvörðun okkar að flytja nýtt evrópskt tryggingafélag til Lúxemborgar. Frá desember 2018, áætlar AIG að starfrækja tvö tryggingafélög í Evrópu - eitt í Bretlandi til að tryggja bresk viðskipti og eitt í Lúxemborg til að tryggja viðskipti innan EES ríkja og svissnesk viðskipti með útibúum út um EES og Sviss.
  • Sem þátt í endurskipulagningunni mun AIG framselja öll núverandi bresk viðskipti AEL til nýs bresks tryggingafélags og mun á sama tíma framselja núverandi evrópsk viðskipti AEL til nýs lúxemborgísks félags.
  • Hin fyrirhugaða endurskipulagning mun verða framkvæmd í gegnum lagalegt ferli sem notast bæði við framsal tryggingafélags (þekkt sem Kafla VII framsal) og samruna yfir landamæri, sem þarf að samþykkja af eftirlitsstofnunum og dómstólum. Við munum skrifa vátryggingartökum, kröfuhöfum og miðlurum og öðrum hagsmunaaðilum frá og með apríl 2018 til að láta þeim í té upplýsingar um endurskipulagninguna og hvernig það muni hafa áhrif á þá.
  • Eftir endurskipulagninguna, mun AIG stofna einn lögaðila í Bretlandi til að tryggja bresk viðskipti og einn í Lúxemborg til að tryggja viðskipti í EES-löndum og Sviss í gegnum útibúakerfi.

Við hvetjum þig til að heimsækja þessa síðu reglulega þar sem frekari upplýsingar munu verða settar hér inn þegar endurskipulagningin heldur áfram.

Algengar spurningar

AIG starfar í Evrópu í gegnum AIG Europe Limited (AEL), sem er tryggingafélag staðsett á Bretlandi (Bretland) með heimild Prudential Regulation Authority (PRA) og lýtur yfirvaldi PRA og Financial Conduct Authority (FCA). Við erum að leggja til framsal á öllum tryggingaviðskiptum til tveggja tryggingafélaga sem nýlega hafa fengið starfsheimild og eru hluti af AIG Group (hið fyrirhugaða framsal). Þessi tryggingafélög sem nýlega hafa fengið starfsheimild eru American International Group UK Limited (AIG UK) og AIG Europe SA (AIG Europe). Allar þær tryggingar AEL sem snúa að Bretlandi verða framseldar til AIG UK og allar þær tryggingar sem snúa að Evrópu verða framseldar til AIG Europe.

Fyrirhugað framsal er partur af endurskipulagningu AIG í framhaldi af ákvörðun hins breska almennings um að yfirgefa Evrópusambandið (ESB) (einnig þekkt sem „Brexit“). Brexit ferlið mun leiða til útgöngu Bretlands úr ESB þann 29. mars 2019. Við erum að ráðast í fyrirhugað framsal sem hluta af endurskipulagningarferli okkar til að tryggja að við getum haldið áfram að þjóna tryggingarhöfum okkur og að gefa út nýja tryggingarsamninga á Evrópusvæðinu eftir Brexit.

Fyrirhugað framsal verður framkvæmt í gegnum samanlagt framsal tryggingaviðskiptal samkvæmt kafla VII af Financial Services and Markets Act 2000 lögunum (FSMA) og samruna yfir landamæra samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins um samruna yfir landamæri (samruni). Frekari upplýsingar um hið lagalega ferli verður birt í mars 2018.

Búist er við að hið fyrirhugaða framsal muni eiga sér stað þann 1 desember 2018. Við munum hafa samband við vátryggingartaka, kröfuhafa, sem og aðra hagsmunaaðila frá og með apríl 2018 til að láta þeim frekari upplýsingar í té um hið fyrirhugaða framsal, upplýsingar um hvernig þeir geta komið spurningum og athugasemdum á framfæri og réttindi þau sem þeir hafa ef þeir telja að þeir geti orðið fyrir neikvæðum afleiðingum af hinu fyrirhugaða framsali.

Ákvörðun AIG um að staðsetja nýjar evrópskar höfuðstöðvar sínar í Lúxemborg var tekin af nokkrum ástæðum eftir að hafa kirfilega skoðað nokkra mögulega staði. Megnið af tryggingunum sem við seljum frá Lúxemborg verða fyrir meginland Evrópu og landfræðileg lega Lúxemborgar í hjarta Evrópu sem staðsetur hana í miðju markaða okkar er til hagsbóta. Lúxemborg er kjarnameðlimur í Evrópusambandinu, er með stöðugan efnahag, reynslumikið og virt tryggingaeftirlit og er yfir höfuð miðstöð fjármálaþjónustu. AIG Europe mun verða stjórnað af því regluverki sem sett er fram af Solvency II eins og það er í gildi í Lúxemborg sem veitir tryggingahöfum mikla vernd.

AIG Europe er með höfuðstöðvar í Lúxemborg og starfar frá höfuðstöðvum sínum í Lúxemborg. Félagið mun hafa starfsheimild frá tryggingaeftirliti Lúxemborgar, Commissariat aux Assurances (CAA). Þetta félag er hluti af AIG Group og starfar sem hið nýja evrópska tryggingafélag AIG Group og býður upp á tryggingar og lausnir um allt meginland Evrópu eins og AEL gerði áður. Sömu starfsmenn munu halda áfram að veita sérfræðitryggingaþjónustu og taka á móti kröfum eins og þeir gera núna og upplýsingar um þá verða hinar sömu.

Já. Fyrirhugað framsal nær til allra tryggingarsamninga AEL (einnig til tryggingarsamninga í Bretlandi, EES og alls heimsins). Ef Yfirréttur Englands og Wales (High Court) leggur blessun sína yfir hið fyrirhugaða framsal, mun ákvörðun hans vera bindandi fyrir alla vátryggingartaka samkvæmt enskum lögum og verður viðurkennd í lögsögu EES.

Hið lagalega regluverk sem snýr að fyrirhuguðu framsali leitast við að tryggja að hagmunir vátryggingartaka séu tryggðir og öryggi og hagur allra vátryggingartaka AEL verði ekki fyrir neikvæðum áhrifum. Sem hluti af hinu fyrirhugaða framsali mun hagsmunum allra vátryggingartaka gætt með ítarlegu ferli sem nær meðal annars til:

  • skipun óháðs sérfræðings sem mun skila skýrslu til High Court þar sem farið er yfir líkleg áhrif hins fyrirhugaða flutnings á vátryggingartaka;
  • möguleika vátryggingartaka og hagsmunaaðila að mótmæla eða koma með athugasemdir í sambandi við fyrirhugað framsal annað hvort til High Court eða til AIG sem kemur athugasemdunum á framfæri til PRA, FCA, hins óháða sérfræðings, og High Court;
  • náið samstarf við PRA og FCA sem munu einnig láta High Court í té skýrslu um hið fyrirhugaða framsal;
  • samþykki hins fyrirhugaða framsals af High Court.

Við fylgjumst grant með stjórnmálaþróun og munum hugleiða slíkt ef ákveðin tímamörk og skipulag fyrir samband Bretlands við Evrópu kemur fram. Forgangsverkefni okkar er að tryggja að við getum haldið áfram að þjóna tryggingarhöfum okkur og að gefa út nýja tryggingarsamninga í Evrópu eftir Brexit. Að því leyti sjáum við ekki fyrir okkur frekari breytingar á núverandi endurskipulagningar áformum okkar.